fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Kristján segir frá ótrúlegri uppákomu á golfvellinum – „Það hafa verið helvíti skemmtilegar 18 holur sem þessi fáviti átti í gær“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. janúar 2024 08:30

Kristján Óli Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn geðþekki Kristján Óli Sigurðsson sagði frá atviki sem hann lenti í á golfvelli á Spáni á dögunum.

Kristján er staddur í fríi á Spáni og í þætti Þungavigtarinnar sem kom út í gær sagði hann frá framkomu Þjóðverja á golfvelli sem hann var staddur á.

„Það kom tveggja metra þjóðverji og ætlaði að rota Höfðingjann,“ sagði Kristján, þó léttur í bragði, í Þungavigtinni.

„Pabbi stendur við afgreiðsluborðið og einhver tveggja metra Þjóðverji var að klára að borga. Hann var með settið sitt með sér og pabbi stóð á milli settsins og afgreiðsluborðsins. Hann lét hann heyra það.“

Kristján segist þá hafa hlegið að framkomu Þjóðverjans. Það fór hins vegar ekki vel í hann.

„Hann spurði: „Varstu að hlæja að mér?“ Ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi. Þá fór hann enni í enni við mig inni í golfskála. Þetta var eins og í einhverjum skets.

Ég sagði honum bara að njóta dagsins. Það hafa verið helvíti skemmtilegar 18 holur sem þessi fáviti átti í gær,“ sagði Kristján að lokum um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
433Sport
Í gær

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“
433Sport
Í gær

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Í gær

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk
433Sport
Í gær

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara