Kristján er staddur í fríi á Spáni og í þætti Þungavigtarinnar sem kom út í gær sagði hann frá framkomu Þjóðverja á golfvelli sem hann var staddur á.
„Það kom tveggja metra þjóðverji og ætlaði að rota Höfðingjann,“ sagði Kristján, þó léttur í bragði, í Þungavigtinni.
„Pabbi stendur við afgreiðsluborðið og einhver tveggja metra Þjóðverji var að klára að borga. Hann var með settið sitt með sér og pabbi stóð á milli settsins og afgreiðsluborðsins. Hann lét hann heyra það.“
Kristján segist þá hafa hlegið að framkomu Þjóðverjans. Það fór hins vegar ekki vel í hann.
„Hann spurði: „Varstu að hlæja að mér?“ Ég spurði hann hvort það væri ekki allt í lagi. Þá fór hann enni í enni við mig inni í golfskála. Þetta var eins og í einhverjum skets.
Ég sagði honum bara að njóta dagsins. Það hafa verið helvíti skemmtilegar 18 holur sem þessi fáviti átti í gær,“ sagði Kristján að lokum um málið.