West Ham 0 – 0 Brighton
Eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en spilað var á London Stadium, heimavelli West Ham.
Brighton kom þar í heimsókn í grannaslag í London og má segja að gestirnir hafi verið töluvert betri.
Brighton fékk góð færi til að komast yfir í viðureigninni en inn vildi boltinn ekki.
West Ham ógnaði marki Brighton lítið og tókst heldur ekki að skora og markalaust jafntefli niðurstaðan.