Wayne Rooney hefur verið rekinn úr starfi stjóra Birmingham í ensku B-deildinni.
Rooney tók við Birmingham í haust og þá var liðið í sjötta sæti deildarinnar. Var John Eustace mjög óvænt rekinn til að koma Rooney að.
Undir stjórn Rooney vann Birmingham aðeins tvo af fimmtán leikjum sínum og situr nú í 20. sæti.
Manchester United goðsögnin hefur því verið rekinn samkvæmt öllum helstu miðlum Englands.
Rooney hefur einnig stýrt Derby og DC United frá því hann lagði skóna á hilluna en á enn eftir að sanna sig almennilega í þjálfun.