Íslenska karlalandsliðið tapaði gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 í kvöld.
Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir Strákana okkar sem fengu á sig víti á 8. mínútu eftir klaufagang Harðar Björgvins Magnússonar og Rúnars Alex Rúnarssonar. Maxime Chanot fór á punktinn og skoraði.
Fyrri hálfleikur var skelfilegur hjá íslenska liðinu og ekki skánuðu hlutirnir mikið í þeim seinni.
Yvandro Borges Sanches tvöfaldaði forystu Lúxemborgar á 70. mínútu eftir slæm mistök Guðlaugar Victors Pálssonar.
Vont varð verra því skömmu síðar fékk Hörður Björgvin sitt annað gula spjald og þar með rautt.
Hákon Arnar Haraldsson minnkaði muninn fyrir Ísland á 88. mínútu leiksins og liðið fékk von á ný.
Sú von varð hins vegar úti strax í næstu sókn þegar Danel Sinani kom Lúxemborg í 3-1. Það urðu lokatölur.
Ísland er því enn með þrjú stig í riðlinum eftir fimm leiki og vonin um að fara á EM í gegnum undankeppnina ansi veik.
Hér að neðan má sjá hvað þjóðin hafði að segja um leikinn.
Velti fyrir mér uppleggi íslenska liðsins en altént var leikur liðsins í molum og leikur sem minnti mig ansi mikið á stórt tap gegn Liechtenstein hér um árið. Varnarleikurinn óboðlegur og mistök manna út um allan völl. Guð blessi Ísland. Vonandi er botninum náð.
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) September 8, 2023
Til hvers að byggja nýjan þjóðarleikvang….. vona að landsliðið verði látið spila á Blönduósi á mánudaginn…. þvílík og önnur eins skíta hjá þessu liði….. @Fotboltinet
— Gísli Bjarnason (@Gilbert_the_2) September 8, 2023
— Þorkell Magnússon (@thorkellmag) September 8, 2023
Sama hvaða sökudólga menn reyna að finna þá er það alveg hörmulegt að við séum búnir að stimpla okkur út úr þessum 'þægilega' riðli á þessum tímapunkti. Sorglega lélegt því miður og við verðum að horfast í augu við það. #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) September 8, 2023
Hvað er numerið hjá Mr undefeated?
Arnar Viðars inn.— Nikola Djuric (@NikolaDejan) September 8, 2023
Hvað var þetta? Af hverju var dæmt? Af hverju var Hörður að koma nálægt honum? Það voru 50 metrar í boltann! #fotboltinet
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) September 8, 2023
Mikið væri gamam að komast í hlaðvarp og ræða íslenska landsliðið
— Max Koala (@Maggihodd) September 8, 2023
Hörður Björgvin að mæta framherja Lúxemborgar í kvöld pic.twitter.com/gOXwIGjAsr
— JS el johann (@Eljohann4) September 8, 2023
Úff… þetta er solid 0/0 frammistaða… elsku nafni. Þetta er hrikalegt kvöld hjá honum.
— Hörður (@horduragustsson) September 8, 2023
Leikleysa í Lúxemborg pic.twitter.com/jReEDinBLW
— Hrafn Kristjánsson 🇺🇦 (@ravenk72) September 8, 2023
Nennið þið plís að skora á þennan gæja í markinu hjá Lúx, helst 2. djöfull er hann leiðinlegur.
— Hrafnkell Freyr Àgústsson (@hrafnkellfreyr) September 8, 2023
Var þessi gæi ekki aðalvandamálið? 🤔 https://t.co/h40ILlPt1u
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) September 8, 2023
Segi bara eins og @14siggihelgason Úff!
— Henry Birgir (@henrybirgir) September 8, 2023
Vægast sagt mikil vonbrgði þessi fyrri hálfleikur. Margir týndir og taktleysi. Smá líf undir lokin en betur má ef duga skal. Rífið ykkur upp strákar!
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) September 8, 2023
Jón dagur er kóngurinn
— Nikola Djuric (@NikolaDejan) September 8, 2023
Frammistaða Íslands til þessa: #fotboltinet pic.twitter.com/RgJLjrGc1F
— Guðmundur Ásgeirsson (@gummi_aa) September 8, 2023
Hversu aulalegt, guð minn almáttugur.
— Björn Teitsson (@bjornteits) September 8, 2023
Henda sér niður við allar snertingar því dómarinn mun dæma á það. Ekkert flæði í þessum leik. #fotboltinet
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) September 8, 2023