David May, fyrrum leikmaður Mancheskter United, viðurkennir að hann hafi verið afskaplega erfiður félagsskapur á tímum í búningsklefa liðsins.
May er 53 ára gamall í dag en hann er með fyrirtæki í Manchester sem flytur inn vín frá Suður-Afríku.
May lék 85 deildarleiki fyrir Man Utd á sínum tíma en hann var á mála hjá félaginu frá 1994 til 2003.
Fyrir það lék May með Blackburn í sex ár og hélt síðar til Burnley áður en skórnir fóru á hilluna.
May segist hafa verið vonlaus liðsfélagi en hann var duglegur að pirra liðsfélaga sína sem og starfsfólk félagsins.
,,Ég hikaði ekki við að pissa á liðsfélaga mína í sturtunni, ég fjarlægði reimarnar í skóm Nicky Butt eða áreitti búningastjórann,“ sagði May.
,,Eftir að hafa lagt skóna á hilluna árið 2004 ákvað ég að byrja að flytja inn vín frá Suður-Afríku ásamt vini mínum og það hefur gengið upp.“
,,Ég var heppinn að hafa þénað ágætis upphæðir í fótboltanum til að fjárfesta. Margir eru hissa á því sem ég er að gera í dag en ég hef enn ekki hitt stuðningsmann sem er ekki til í að versla við okkur.“