Marcus Rashford, stjarna Manchester United, þurfti að fá far af æfingasvæði liðsins í gær fyrir leik helgarinnar gegn Crystal Palace.
Rashford komst í fréttirnar fyrr í þessum mánuði er hann klessti rándýra bifreið sína eftir leik við Burnley.
Um var að ræða rándýran Rolls Royce bíl en margir velta því fyrir sér hvort sóknarmaðurinn hafi misst bílprófið.
Hver keyrði Rashford heim er óljóst en líkur eru á að það sé æskuvinur hans sem sást keyra á Audi bifreið.
Rashford slapp sem betur fer ómeiddur úr bílslysinu en Rashford á alls þrjá Rolls Royce og ætti því að geta keyrt sjálfur á æfingu.
Mynd af honum í farþegasætinu má sjá hér.