Bjarki Steinn Bjarkason skoraði stórbrotið mark í dag er lið Venezia mætti Modena á Ítalíu.
Um var að ræða leik í B-deildinni en Bjarki skoraði þriðja mark síns liðs í 3-1 heimasigri.
Íslendingurinn skoraði með frábæru skoti af löngu færi en hann hafði komið inná sem varamaður í seinni hálfleik.
Mark hans má sjá hér.
Bjarki Steinn Bjarkason @BjarkiSteinn 🇮🇸⚽️⭐️👌 https://t.co/uY791HgAdO
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) September 30, 2023