Miðjumaðurinn Curtis Jones fékk að líta beint rautt spjald í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Jones er miðjumaður Liverpool og fékk tækifærið í byrjunarliðinu gegn Tottenham.
Það tók Jones aðeins 26 mínútur að fá rautt í þessum leik og komst Tottenham yfir í kjölfarið.
Cody Gakpo jafnaði hins vegar metin undir lok fyrri hálfleiks og er staðan eins og er jöfn, 1-1.
Hér má sjá rauða spjald Jones.
RED CARD CURTIS JONES!
— Tottenham Tiers (@TottenhamTiers) September 30, 2023