fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

England: Níu menn Liverpool töpuðu í uppbótartíma – Dómgæslan í aðalhlutverki

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. september 2023 18:33

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham 2 – 1 Liverpool
1-0 Heung-Min Son(’36)
1-1 Cody Gakpo(’45)
2-1 Joel Matip(’96, sjálfsmark)

Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er Tottenham fékk lið Liverpool í heimsókn.

Um var að ræða ansi fjörugan leik en gestirnir frá Liverpool enduðu á því að spila með níu menn á vellinum.

Curtis Jones fékk að líta beint rautt spjald á 26. mínútu og stuttu síðar kom Heung-Min Son liði Tottenham yfir.

Fyrir það hafði Luis Diaz skorað fyrir Liverpool en það mark var dæmt af vegna rangstöðu og var sá dómur afar umdeildur.

Liverpool tókst að jafna metin með tíu menn en Cody Gakpo skoraði stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks og allt jafnt í leikhlé.

Liverpool fékk svo annað rautt spjald á 69. mínútu er Diogo Jota var sendur í sturtu með tvö gul spjöld.

Annar umdeildur dómur átti sér þar stað en margir vilja meina að fyrra gula spjald Jota hafi ekki verið verðskuldað.

Allt stefndi í jafntefli í þessum leik en í blálokin skoraði Joel Matip sjálfsmark til að tryggja heimamönnum sigur í mjög umdeildum knattspyrnuleik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa