Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, var að vonum himinlifandi í dag eftir leik liðsins við Aftureldingu.
Vestri tryggði sér sæti í Bestu deild karla með sigri á Laugardalsvelli og kom mörgum á óvart.
Davíð ræddi við blaðamenn eftir leikinn í dag en honum lauk með 1-0 sigri eftir framlengingu.
,,Þetta er ólýsanleg tilfinning, ég er ótrúlega stoltur og fullur af gleði og bara engin orð!“ sagði Davíð.
,,Mér fannst annað liðið vera töluvert hugrakkara en hitt og þora og halda í boltann og vissulega breyttist þetta aðeins í framlengingunni og þá virkaði meiri kraftur í Aftureldingu.“
,,Í 90 mínútur fannst mér við vera sterkari aðilinn en já, ég er bara glaður, ég veit ekki hvað ég á að segja ég er hálf hrærður yfir þessu öllu saman.“