fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Stór tíðindi úr herbúðum Manchester United – Antony snýr aftur til æfinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 29. september 2023 10:08

Antony. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony er snúinn aftur til æfinga hjá Manchester United og fær að spila með liðinu á ný ef stjórinn Erik ten Hag velur hann. Félagið staðfestir þetta.

Brasilíumaðurinn hefur verið utan hóps undanfarið vegna ásakanna fyrrverandi kærustu hans um ofbeldi. Hann sætir áfram lögreglurannsókn.

Í gærkvöldi bárust fréttir af því að Antony væri mættur aftur til Manchester frá heimalandinu þar sem hann hafði dvalið undanfarið. Hann fór á fund lögreglu sem varði í fimm klukkustundir. Sjálfur er Antony opinn fyrir því að hjálpa til við rannsókn málsins.

„Síðan ásakanirnar komu fram í júní hefur Antony unnið vel með lögreglu í bæði Brasilíu og Bretlandi. Hann mun gera það áfram. Sem vinnuveitandi Antony hefur Manchester United ákveðið að nú snúi hann aftur á æfingasvæðið og að stjórinn geti valið hann í liðið á ný,“ segir í yfirlýsingu United.

„Sem félag fordæmum við ofbeldi í hvaða formi sem er. Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að vernda alla sem að málinu koma og einnig áhrifunum sem málið getur haft á þolendur ofbeldis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga
433Sport
Í gær

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“
433Sport
Í gær

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga
433Sport
Í gær

Þekkir bellibrögð Real Madrid vel og ætlar ekki að leyfa þessu að gerast

Þekkir bellibrögð Real Madrid vel og ætlar ekki að leyfa þessu að gerast
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Liverpool trúa ekki að leikmaður liðsins hafi sett like við þessa færslu

Stuðningsmenn Liverpool trúa ekki að leikmaður liðsins hafi sett like við þessa færslu