fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Rúnar Kristins fær ekki nýjan samning hjá KR og lætur af störfum

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. september 2023 17:38

Rúnar Kristinsson. ©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson er að hætta sem þjálfari KR í Bestu deild karla en frá þessu er greint í kvöld.

KR gaf út tilkynningu á Facebook síðu sína og staðfestir að Rúnar sé að stíga til hliðar eftir sex ára sem aðalþjálfari.

Samningur Rúnars rennur út í lok tímabils og hefur KR ákveðið að framlengja þann samning ekki.

Tekið er þó fram að Rúnar muni stýra KR í tveimur síðustu leikjum liðsins á þessu tímabili.

Tilkynning:
Rúnar Kristinsson, þjálfari meistaraflokks KR mun láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks KR að loknu tímabili. Samningur Rúnars rennur út um mánaðarmót og var það ákvörðun knattspyrnudeildar að framlengja ekki samninginn við hann. Rúnar mun stýra KR liðinu í þeim tveimur leikjum sem eftir eru af tímabilinu.

Rúnar tók við meistaraflokki haustið 2017 en hann hafði áður stýrt liðinu árin 2010-2014. Á þessum tíma hefur Rúnar unnið þrjá Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Rúnar hefur unnið ómetanlegt starf fyrir félagið, innan vallar sem utan, og vandfundnir eru vandaðri menn.

Knattspyrnudeild KR vill fyrir hönd allra KR-inga þakka Rúnari kærlega fyrir framlag hans til félagsins og óskar honum velfarnaðar í leik og starfi.

f.h. stjórnar Knattspyrnudeildar KR

Páll Kristjánsson, formaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Missir af EM
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“
433Sport
Í gær

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa

Skoðuðu þann möguleika að ráða Arteta til starfa