Jose Mourinho, stjóri Roma, var svo sannarlega í vörn eftir leik liðsins við Genoa í Serie A í gær.
Albert Guðmundsson var á meðal markaskorara Genoa en hann skoraði fyrsta mark liðsins í 4-1 heimasigri.
Roma hefur aldrei byrjað eins illa í efstu deild og þá hefur Mourinho sjálfur ekki byrjað eins illa á sínum ferli. Roma er búið að tapa þremur leikjum á tímabilinu og er tveimur situm frá fallsæti.
Mourinho benti blaðamönnum á það að Roma hefði heldur aldrei komist í tvo úrslitaleiki í Evrópu í röð en liðið vann Sambandsdeildina undir hans stjórn en tapaði úrslitaleik Evrópudeildarinnar fyrr á þessu ári.
,,Það er alveg rétt, þetta er versta byrjun Roma í sögunni og versta byrjun mín í sögunni,“ sagði Mourinho.
,,Það er líka rétt að Roma hefur aldrei náð að spila í tveimur úrslitaleikjum í Evrópu í röð í sögu félagsins.“