Það er mjög óvænt nafn sem gæti verið að taka við hlutverkinu sem var ætlað Paul Pogba hjá Juventus.
Juventus er að íhuga að rifta samndingi Pogba sem er í banni þessa stundina og er grunaður um steranotkun.
Samkvæmt Corriere dello Sport er danski landsliðsmaðurinn Pierre Emile Hojbjerg á óskalista Juventus.
Um er að ræða fyrrum miðjumann Southampton en hann leikur í dag með Tottenham í úrvalsdeildinni.
Hojbjerg er 28 ára gamall og er sagður vera tilbúinn í að færa sig til Ítalíu á næsta ári.