Lisandro Martinez, varnarmaður Manchester United, verður frá í nokkurn tíma vegna meiðsla á fæti.
Argentínumaðurinn hlaut meiðslin í apríl en þau tóku sig upp að nýju í leiknum gegn Arsenal fyrr í þessum mánuði.
Martinez spilaði gegn Brighton og Bayern Munchen síðan þá en nú þarf hann að draga sig til hlés í bili. Talið er að hann gæti verið frá í allt að þrjá mánuði.
Endurhæfing hefst frá og með deginum í dag.