Liverpool hefur áhuga á Donyell Malen, leikmanni Dortmund. Bild í Þýskalandi segir frá þessu.
Undanfarna daga hafa nokkrir leikmenn verið orðaðir við Liverpool sem hugsanlegir framtíðararftakar Mohamed Salah. Hinn 24 ára gamli Malen er sá nýjasti.
Salah var sterklega orðaður við Sádi-Arabíu í sumar og er talið að hann fari þangað einn daginn.
Þá vill Liverpool vera klárt með arftaka og miðað við nýjustu fréttir er Malen á blaði.
Hollendingurinn hefur farið vel af stað með Dortmund á leiktíðinni, skorað þrjú mörk í fimm leikjum.
Malen var í yngri liðum Arsenal áður en hann fór til PSV og síðar Dortmund árið 2021.