fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Viktor telur að ákvörðun Eggerts hafi verið hárrétt – „Það má ekkert vanmeta það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. september 2023 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eggert Aron Guðmundsson hefur farið á kostum með liði Stjörnunnar í Bestu deildinni á leiktíðinni. Það er tímarspursmál hvenær leikmaðurinn heldur út í atvinnumennsku en Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks, telur hann hafa tekið góða ákvörðun með að klára þetta tímabil hér heima hið minnsta.

Eftir frábært EM með íslenska U19 ára landsliðinu var mikill áhugi á Eggerti erlendis frá en hann hélt kyrru fyrir í Stjörnunni.

„Það er engin ein leið rétt í því en ég held klárlega að þetta hafi verið skynsamlegt hjá honum. Eftir EM með U19 kom kafli þar sem var mikið umtal um hann og þá hefði verið auðvelt að taka ákvörðun í flýti,“ sagði Viktor í Þungavigtinni þar sem Eggert var til umræðu.

Viktor Karl. Mynd/Helgi Viðar

„Ég held að það hafi klárlega verið rétt skref að vera áfram í Stjörnunni og halda áfram að spila vel. Þá getur hann fengið enn stærra tækifæri eftir tímabil.“

Viktor er handviss um að Eggert endi í atvinnumennsku en segir að það megi ekki vanmeta þá reynslu sem hann fær á því að spila hér heima.

„Hann er frábær leikmaður og er með eiginleika sem ekkert margir eru með. Það er erfitt að klukka hann og hann er fljótur á fyrstu metrunum.

Það má ekkert vanmeta það að vera í klúbb þar sem þér líður vel. Hann er að spila vel og fær traust frá Stjörnunni. Ef Stjarnan fer til dæmis í Evrópu núna held ég að það sé ekkert vitlaust að taka annað tímabil hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba

Arsenal setur allt á fullt til að koma í veg fyrir vandræði með Saliba
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar

Þessi þrjú nöfn efst á blaði hjá Sádunum í sumar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix
433Sport
Í gær

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga
433Sport
Í gær

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði

Talið að rosalegt sumar sé framundan í Sádí – Þessi nöfn eru á blaði
433Sport
Í gær
Missir af EM