Ruben Loftus-Cheek er hæstánægður eftir að hafa yfirgefið uppeldisfélag sitt, Chelsea, í sumarglugganum.
Enski landsliðsmaðurinn gerði samning við AC Milan og reynir fyrir sér á Ítalíu og erlendis í fyrsta sinn á ferlinum.
Loftus-Cheek kostaði AC Milan um 16 milljónir evra en hann er gríðarlega hrifinn af lífinu á Ítalíu og sér ekki eftir neinu.
AC Milan er eitt sögufrægasta lið Evrópu og er Englendingurinn ekkert smá sáttur hjá sínu nýja félagi.
,,Þetta er ótrúlegt, ég horfi í kringum mig og sé stærð vallarins og er agndofa. Ég tel að ég geti spilað hér í hverri viku og aðeins Guð veit hversu lengi,“ sagði Loftus-Cheek.
,,Ég er svo ánægður, það er frábært að vera með þennan stuðning sem ég hef þó að úrslitin hafi ekki verið frábær hingað til.“