Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í leikmannahópi Lyngby sem mætir Köge í danska bikarnum í kvöld.
Gylfi sneri eftirminnilega aftur á knattspyrnuvöllinn á föstudag í leik Lyngby gegn Vejle í dönsku úrvalsdeildinni en hann situr hjá í bikarnum í kvöld.
Aðrir Íslendingar í liði Lynbgy, Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen, eru í hópnum. Freyr Alexandersson er auðvitað þjálfari liðsins.
Leikur Lyngby og Köge er liður í 32-liða úrslitum danska bikarsins.
TRUPPEN TIL AFTENENS POKALKAMP 💙
Der er en plads i 1/8-finalen i årets pokalturnering på højkant, når De Kongeblå i aften besøger HB Køge 💪🏻
Andreas Bjelland, Gylfi Sigurdsson, Marcel Rømer samt en skadet Parfait Bizoza sidder over!
Se hele truppen her:… pic.twitter.com/P7BMJUd51z
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) September 26, 2023