Það er ljóst hvaða lið munu spila til úrslita í Lengjudeild karla og berjast um sæti í efstu deild, Bestu deildinni.
Afturelding rúllaði yfir Leikni Reykjavík í dag 3-0 og vann þá viðureign samanlagt 5-1.
Afturelding er því komið í úrslitaleikinn og mætir þar Vestra sem spilaði við Fjölni á sama tíma.
Vestri vann fyrri leik liðanna 1-0 á heimavelli og náði í jafntefli í dag sem tryggir liðinu sæti í úrslitum.?
Leikurinn verður spilaður næsta laugardag og fer sigurliðið í Bestu deildina.
Afturelding 3 – 0 Leiknir R.
1-0 Arnór Gauti Ragnarsson(’17)
2-0 Oliver Bjerrum Jensen(’19)
3-0 Ivo Braz(’25)
Fjölnir 1 – 1 Vestri
0-1 Vladimir Tufegdzic(’38)
1-1 Guðmundur Karl Guðmundsson(’49)