Fylkir 2 – 4 KA
0-1 Harley Willard(‘6)
1-1 Pétur Bjarnason(’16)
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson(’32)
1-3 Harley Willard(’55)
1-4 Sveinn Margeir Hauksson(’86)
2-4 Þóroddur Víkingsson(’93)
Fylki mistókst að ná í þrjú mikilvæg stig í fallbaráttunni í Bestu deild karla gegn KA í kvöld.
Um var að ræða lokaleik helgarinnar í Bestu deildinni en KA gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur mörk í Árbænum.
Sigur KA var í raun aldrei í hættu en annað mark Fylkis kom ekki fyrr en í blálokin eða í uppbótartíma.
Fylkir er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir 24 leiki en KA er löngu búið að tryggja sæti sitt og er 14 stigum frá fallsvæðinu.