Anwar El Ghazi er á leið í þýska boltann eftir að hafa óvænt verið orðaður við Manchester United á dögunum.
Samningi El Ghazi við PSV var rift á dögunum og var hann því fáanlegur á frjálsri sölu.
Nú er kappinn að ganga í raðir Mainz sem er á botni þýsku Bundesligunnar með aðeins 1 stig eftir fjóra leiki.
Sem fyrr segir var El Ghazi orðaður við United á dögunum en talið var að hann gæti orðið lausn fyrir félagið vegna mikilla vandræða með kantmenn sína.
Það reyndist þó ekki fótur fyrir þessum sögusögnum.
El Ghazi er Hollendingur sem lék með Aston Villa í bæði úrvalsdeildinni og ensku B-deildinni um tíma. Hann á að baki 2 A-landsleiki.