Valur er á eftir Valgeiri Valgeirssyni, leikmanni Örebro. Þetta kemur fram í Þungavigtinni.
Valgeir er á mála hjá Örebro í Svíþjóð en liðið leikur í B-deild þar í landi. Hann kom þangað frá HK í fyrra.
Hinn tvítugi Valgeir hefur komið við sögu í 17 leikjum Örebro í deildinni.
Í Þungavigtinni kemur fram að Valur sjái Valgeir sem arftaka Birkis Más Sævarssonar sem er á förum.
Valgeir getur spilað sem hægri bakvörður og einnig á kantinum.