fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Miklar breytingar framundan á ensku úrvalsdeildinni?

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. september 2023 08:30

Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýr sjónvarpssamningur í Bretlandi gæti haft í för með sér miklar breytingar á leiktímum í ensku úrvalsdeildinni.

Sem stendur er spilaður einn leikur í hádeginu á laugardögum í Englandi, nokkrir leikir klukkan 15 og einn klukkan 17:30. Þá er yfirleitt spilað klukkan 14 og 16:30 á sunnudögum.

Þetta gæti hins vegar allt verið að breytast því Telegraph segir frá því að forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar ætli að leggja til að fjórum leikjum verði sjónvarpað á sunnudögum.

Yrðu þeir spilaðir frá hádegi til 18:30.

Einnig er því velt upp hvort leikjum klukkan 15 á laugardögum gæti loks orðið sjónvarpað á næstunni í Bretlandi, en sem stendur má það ekki.

Ljóst er að með fleiri leikjum í sjónvarpinu á sunnudögum yrðu breytingar á leiktímum um helgar í ensku úrvalsdeildinni yfirhöfuð. Eins og gefur að skilja yrðu færri leikir á laugardögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Í gær

Ísland leikur á Þróttarvelli

Ísland leikur á Þróttarvelli
433Sport
Í gær

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás