Stuðningsmaður Millwall á Englandi er mikið í umræðunni þessa dagana eftir myndband sem birtist á Twitter á sunnudag.
Þar má sjá þennan ágæta mann gjörsamlega sturlast í stúkunni og reyndi að ná til stuðningsmanna Leeds.
Atvikið átti sér stað í leik á milli Millwall og Leeds en það síðarnefnda vann sannfærandi 3-0 útisigur.
Stuðningsmannahópur Leeds tók eftir manninum og ákvað að gera grín að honum í kjölfarið sem hjálpaði ekki.
Maðurinn hoppaði og skoppaði í stúkunni og lét alls kyns orð falla eins og má sjá hér.
,,Hvað í andskotanum er þetta?“ öskruðu stuðningsmenn Leeds í átt að manninum svo eitthvað sé nefnt.
These Millwall fans against Leeds today😂😂 pic.twitter.com/g5f3b93BWL
— Football Away Days (@AwayDays_) September 17, 2023