Sæti Erik ten Hag, stjóra Manchester United, gæti farið að hitna verulega á næstunni.
United hefur byrjað tímabilið illa og um helgina tapaði liðið sannfærandi fyrir Brighton á heimavelli, 1-3.
Þá hafa vandamál utan vallar geysað og ber þar hæst stríð Ten Hag við Jadon Sancho.
Veðbankar keppast við að lækka stuðla sína á að hollenski stjórinn verði rekinn en enskir miðlar vekja athygli á því að á William Hill er stuðullinn á að það gerist kominn niður í 9.
Nánar til tekið þykja rúmlega 11 prósent líkur nú á að Ten Hag verði rekinn.
Ljóst er að þessi prósentutala á aðeins eftir að hækka ef gengið versnar áfram, en United mætir Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.