fbpx
Miðvikudagur 04.október 2023
433Sport

Íslandsvinurinn steinhissa er hann heyrði fréttirnar: Djömmuðu alla nóttina en hann átti að mæta á fund klukkan níu – ,,Þú segir mér það klukkan sex?“

Victor Pálsson
Mánudaginn 18. september 2023 22:00

Lee Sharpe og Ryan Giggs. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsvinurinn Lee Sharpe hefur sagt frá ansi skemmtilegri sögu sem tengist framherjanum Dwight Yorke en þeir léku báðir fyrir Manchester United á sínum ferli.

Yorke átti farsælan feril fyrir Man Utd líkt og Sharpe sem stoppaði stutt á Íslandi og lék með Grindavík.

Þeir félagar skelltu sér út á lífið eitt kvöldið en Yorke var þá leikmaður Aston Villa og var eftirsóttur af bæði Man Utd og Barcelona.

Yorke vildi fá að vita hvernig það væri að vera leikmaður Man Utd og fékk sín svör frá Sharpe sem varð til þess að þeir djömmuðu saman alla nóttina.

Þeir eyddu mörgum klukkutímum saman í drykkjunni en Yorke tjáði Sharpe klukkan sex um nótt að hann ætti að mæta á fund með Barcelona eftir aðeins þrjá tíma.

,,Ég endaði á því að eyða allri nóttinni með Yorkey. Hann yfirgaf Villa og fór annað, hann vildi vita mína skoðun á Manchester United og Sir Alex Ferguson,“ sagði Sharpe.

,,Hann talaði mikið um Fergie og hvernig hlutirnir gengu fyrir sig hjá United. Klukkan var orðin sex um morgun og ég tjáði honum að ég þyrfti að fara heim, að ég væri búinn.“

,,Hann þakkaði mér fyrir upplýsingarnar og sagði svo að hann ætti fund með Barcelona klukkan níu, að hann ætlaði að sleppa því að mæta og skrifa undir hjá United.“

,,Ég var undrandi og sagði einfaldlega: ‘Þú ert að segja mér það núna klukkan sex um morgun að þú eigir fund með Barcelona klukkan níu!?’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Óskar Hrafn spurður út í fréttir síðustu daga – „Ég er ekki að fara í neinar viðræður við einn né neinn“

Óskar Hrafn spurður út í fréttir síðustu daga – „Ég er ekki að fara í neinar viðræður við einn né neinn“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Risarnir tveir skoða að fá Sane til sín næsta sumar

Risarnir tveir skoða að fá Sane til sín næsta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Davíð opinberar hópinn fyrir leikinn gegn Litháen

Davíð opinberar hópinn fyrir leikinn gegn Litháen
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gylfi Sig er kominn aftur í landsliðið – Sjáðu hópinn

Gylfi Sig er kominn aftur í landsliðið – Sjáðu hópinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Arsenal

Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er nýtt stjörnupar að koma fram á sjónarsviðið? – Sjáðu myndirnar sem hin afar vinsæla sjónvarpskona birti

Er nýtt stjörnupar að koma fram á sjónarsviðið? – Sjáðu myndirnar sem hin afar vinsæla sjónvarpskona birti
433Sport
Í gær

Burnley vann mikilvægan sigur á Luton í nýliðaslag

Burnley vann mikilvægan sigur á Luton í nýliðaslag
433Sport
Í gær

Sögur af yfirvofandi brotthvarfi Mourinho verða æ háværari – Sagt að annað stórt nafn gæti verið að taka við

Sögur af yfirvofandi brotthvarfi Mourinho verða æ háværari – Sagt að annað stórt nafn gæti verið að taka við