Kieran Richardson, fyrrum stjarna Manchester United, er svo sannarlega óþekkjanlegur í dag eftir að hafa lagt skóna á hilluna.
Richardson spilaði átta landsleiki fyrir England á sínum ferli og þá 41 leik fyrir Man Utd í efstu deild Englands.
Hann er kannski þekktastur fyrir tíma sinn hjá Sunderland frá 2007 til 2012 en lék einnig fyrir Sunderland, Fulham, West Brom, Aston Villa og Cardiff.
Bakvörðurinn ákvað að leggja skóna á hilluna árið 2016 aðeins 33 ára gamall og snýr sér að allt öðru í dag.
Richardson er að selja úr til að græða pening þessa dagana og er duglegur að hjálpa stjörnum í ensku deildunum að fá það besta fyrir peninginn.
Ruchardson bendir á að honum sé treyst vegna fortíðarinnar eða vegna ferils hans sem knattspyrnumaður.