Lionel Messi, leikmaður Argentínu, var ekki mættur í afmæli sonar síns, Mateo, vegna landsleiks liðsins við Bólivíu í undankeppni HM.
Þetta segir Rodrigo de Paul, liðsfélagi Messi, en sá síðarnefndi kom ekkert við sögu og var ekki í leikmannahópnum.
Messi hefði auðveldlega getað snúið heim til Miami og verið með fjölskyldunni en ákvað frekar að styðja við bakið á sínum liðsfélögum í 3-0 sigri.
De Paul er líklega einn mesti aðdáandi Messi og hefur oft talað opinberlega um þeirra vináttu og hversu mikilvægur hann er fyrir landsliðið.
,,Messi er algjör leiðtogi og sýnir landsliðinu ást. Hann hefði getað flogið heim og verið viðstaddur í afmæli Mateo en ákvað að koma hingað í staðinn,“ sagði De Paul.
Vonandi fyrir Mateo þá fékk hann að hitta föður sinn stuttu seinna en leikurinn fór fram á miðvikudaginn.