Asmir Begovic, fyrrum leikmaður Chelsea, er á því máli að félagið hafi gert mistök á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Begovic telur að Chelsea hafi misst af besta lausa miðjumanninum, Declan Rice, sem fór til Arsenal í staðinn.
Chelsea ákvað frekar að kaupa Moises Caicedo frá Brighton fyrir svipaða upphæð en hann hefur ekki heillað í fyrstu leikjum liðsins.
,,Ef þú ert að eyða 115 milljónum punda í Caicedo þá geturðu klárlega eytt 120 milljónum í Declan Rice?“ sagði Begovic.
,,Ég þekki Declan ekki persónulega og er ekki að segja að hann hafi ekki viljað fara til Arsenal en ég held að hann hafi viljað enda hjá Chelsea.“
,,Þú horfir á suma af þessum leikmönnum og hugsar með þér hvernig Declan Rice hafi endað annars staðar. Svona leikmenn hefðu endað hjá Chelsea á sínum tíma.“
,,Ég horfi á fótbolta eins og brjálæðingur en ég kannast ekki við helminginn af þessum leikmönnum hjá Chelsea.“
,,Ég er ekki að segja að mér líki ekki við Enzo Fernandez en ef við ætlum að eyða 230 milljónum í hann og Caicedo, ég myndi taka Declan Rice yfir alla þessa leikmenn.“