Það er alls ekki öruggt að Chelsea geti haldið fyrirliða sínum Reece James mjög lengi ef marka má frétt Diario AS á Spáni.
Samkvæmt Diario AS þá er Real Madrid að horfa til James og sér hann sem arftaka Dani Carvajal í hægri bakverðinum á Santiago Bernabeu.
Þetta eru í raun furðulegar fréttir þar sem James skrifaði undir sex ára samning í fyrra og er þá mikið meiddur og er það í dag.
Real ku þó samt sem áður hafa gríðarlegan áhuga á James sem fékk fyrirliðabandið hjá Chelsea á þessu ári.
Chelsea hefur verið að selja uppalda leikmenn undanfarin ár og mánuði en nefna má Mason Mount, Ruben Loftus Cheek, Fikayo Tomori og Tammy Abraham.
Samkvæmt þessum fréttum ætlar Real ekki að bjóða í James í janúar og mun bíða þar til næsta sumar.