Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings er á leið í fjórða bikarúrslitaleikinn með liðið í röð. Liðið hefur unnið leikina þrjá hingað til.
Víkingur mætir KA á laugardag en Arnar telur hópinn sinn þannig samsettan að ekki sé hætta á vanmati.
„Þetta er hættulegt að fara inn í leikinn sem líklegri aðilinn, þetta er öðruvísi þegar þú ert underdog. Það mun ekkert bíta á þá, þá langar að verða ódauðlegt lið með því að vinna alla þessa titla á fáum árum,“ segir Arnar.
„Ég mun halda þeim á tánum ef þess krefst.“
Tvær vikur eru frá síðasta leik liðanna vegna landsleikja en Arnar segir að það hafi verið kærkomið.
„Við tókum fjóra daga í frí og æfðum svo rólega, við tókum erfiðar æfingar á sunnudag og mánudag. Núna eru það taktískar og rólegar æfingar.“
Viðtalið er í heild hér að neðan.