fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Strákarnir okkar með dramatískan sigur gegn Bosníu í Laugardalnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 11. september 2023 20:37

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tók á móti Bosníu-Hersegóvínu í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Leikurinn var bragðdaufur lengst af en tók þó hressilega við sér undir lokin.

Íslenska liðið var ívið sterkari aðilinn í leiknum og fékk nokkur færi til að klára leikinn þegar leið á. Liðið bar erindi sem erfiði í uppbótartíma þegar Alfreð Finnbogason setti boltann í markið.

Lokatölur 1-0 og frækinn sigur Íslands niðurstaðan.

Ísland er þar með með 6 stig eftir sex leiki í undanriðlinum.

Líkt og fyrir þennan leik er vonin um að komast á EM í Þýskalandi í gegnum undanriðilinn þó afar veik en íslenska liðið fær líklega tækifæri í gegnum umspil Þjóðadeildarinnar í mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Valur skoraði sex – Eiður Gauti með tvennu

Besta deildin: Valur skoraði sex – Eiður Gauti með tvennu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lengjudeildin: Svakaleg dramatík í Grindavík – Njarðvík skoraði fimm

Lengjudeildin: Svakaleg dramatík í Grindavík – Njarðvík skoraði fimm
433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur