Messi og Van Gaal
Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433.is og í Sjónvarpi Símans undir hlekk Hringbrautar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og í þetta sinn var gestur þeirra Bjarni Helgason, íþróttablaðamaður á Morgunblaðinu.
Louis van Gaal, fyrrum landsliðsþjálfari Hollands, lét út úr sér athyglisverð ummæli á dögunum þegar hann sagði að reynt hafi verið að láta Lionel Messi verða heimsmeistara á HM í Katar.
„Hann er greinilega orðinn eitthvað elliær,“ sagði Helgi um málið.
Hrafnkell telur Van Gaal hafa vantað athygli.
„Er þetta ekki bara týpískur Van Gaal? Hann er ekki búinn að fá sviðsljósið lengi.“
„Þetta eru leyfar af stríðinu á milli þeirra í 8-liða úrslitunum,“ sagði Helgi en þar tapaði Van Gaal með liði Hollands í eftirminnilegum leik gegn Argentínumönnum.
Umræðan í heild er í spilaranum.