Lengjudeildarmörkin fóru aftur að rúlla í gær og var farið yfir alla leiki 16. umferðar.
Eins og alltaf valdi sérfræðingur þáttarins, Hrafnkell Freyr Ágústsson leikmann umferðarinnar í lok þáttar.
Í þetta sinn var Hinrik Harðarson í liði Þróttar R. valinn, en hann skoraði og átti flottan leik í 4-3 sigri á Selfyssingum.
„Hann er líka búinn að vera öflugur í sumar og á þetta skilið,“ sagði Hrafnkell um valið.
Hér að neðan má sjá þáttinn í heild.