fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

FH fer í félagaskiptabann ef félagið gerir ekki upp við Morten Beck Andersen

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. mars 2023 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH þarf að greiða sekt og verður sett í félagaskiptabann geri félagið ekki upp vangoldin laun við Morten Beck Andersen. Er þetta niðurstaða úrskurðarnefndar KSÍ.

„Knattspyrnudeild FH skal sæta sekt að upphæð kr. 150.000,-. Knattspyrnulið FH í meistaraflokki karla skal sæta félagaskiptabanni í eitt félagaskiptatímabil ef ekki er gengið frá uppgjöri í samræmi við niðurstöðu samninga- og félagaskiptanefndar frá 10. ágúst 2022 innan 30 daga frá því að úrskurður þessi er kveðinn upp,“ segir í dómnum.

Fjallað hefur verið um að Morten Beck telji FH skulda sér milljónir og hefur heyrst að talan sé allt að 20 milljónum sem hann krefur FH um.

„Umbj. minn [Morten Beck Guldsmed] og FH gerðu með sér leikmannasamning 23. desember 2019. Samningurinn gilti frá 1. janúar 2020 til 31. desember 2021. Ágreiningur var milli umbjóðanda míns og FH hvort að samningurinn væri launþega- eða verksamningur. Byggði umbj. minn á að samningurinn væri launþegasamningur, en FH hélt því fram að um verksamning væri að ræða. Svo fór á endanum að FH vísaði málinu til samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ,“ segir í orðum frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni, lögmanni Morten Beck.

„Með úrskurði, dags. 10. ágúst 2022 komst samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ að þeirri niðurstöðu að samningurinn væri launþegasamningur og því bæri FH ábyrgð á greiðslu skatta og annarra launatengdra gjalda af greiðslum samkvæmt samningum. Fyrir liggur að umbj. minn var jafnframt með leikmannasamning við FH 24. júlí 2019 til 31. janúar 2019. Krafan tekur því einnig til þess tímabils þó að það falli utan ofangreinds úrskurðar samninga- og félagaskiptanefndar KSÍ. Fyrir liggur að FH greiddi hvorki iðgjald í lífeyrissjóð eða félagsgjald til stéttarfélags. Þá stóð FH ekki skil á staðgreiðslu tekjuskatts og tryggingagjaldi til ríkissjóðs eins og FH var skylt samkvæmt lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt. Við starfslok átti því umbjóðandi minn kröfu á hendur FH við vegna vangoldinna launa og launatengdra gjalda fyrir árin 2019, 2020 og 2021,“ segir Villi Vill einnig.

FH heldur fram sýknu í málinu og getur áfrýjað en í dómnum segir. „Ef nefndin fellst ekki á að vísa málinu frá af ofangreindum ástæðum ber að hafna kröfunni og sýkna kærða af margvíslegum ástæðum, meðal annars öllum þeim sömu og að framan er getið. Þannig eiga sömu röksemdir, málsástæður og lagarök við um kröfu FH um frávísun málsins og sýknukröfuna að breyttu breytanda,“ segir í umsögn frá lögmanni FH.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot