fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Sérfræðingarnir voru spurðir: Á að reka Arnar Þór? – „Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 24. mars 2023 08:00

Eyþór Árnason/Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason og Rúrik Gíslason sérfræðingar Viaplay voru spurðir að því í gærkvöldi hvort reka ætti Arnar Þór Viðarsson úr starfi landsliðsþjálfara. Báðir voru á því að ekki ætti að gera það.

Íslands tapaði illa gegn Bosnía og Hersegóvínu og í undankeppni EM í gær, 0-3. Um var að ræða fyrsta leik í riðlinum en íslenska liðið átti aldrei séns í leiknum.

Arnar er á sínu þriðja ári sem þjálfari liðisins „Jájá,“ sagði Kári Árnason um stöðu Arnars og hvort hann yrði áfram þjálfari liðsins.

Heimamenn í Bosníu & Herzegovinu fagna einu marka sinna í gær / GettyImages

„Hann hefur fengið langt reipi,“ sagði Kári og talaði um breytingar á áherslum íslenska liðsins og þá þróun sem KSÍ réð Arnar  til að ráðast í.

„Hann verður að vera áfram og sjá þetta í gegn,“ sagði Kári og átti þar við um þær breytingar á stíl sem hafa orðið hjá Arnari. Liðið er hætt að verjast líkt og gullaldarlið Íslands gerði og reynir að halda meira í boltann.

„Hann fær alltaf þessa keppni, ég veit samt svo sem ekkert um það,“ sagði Kári.

Rúrik Gíslason tók í sama streng. „Það væri verið að koma okkur aftur á byrjunarreit, við viljum vona að þessi þróun sé komin áfram með Arnar Þór Viðarsson í brúnni,“ sagðu Rúrik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Norðmennirnir héldu vöku fyrir stjörnunum í nótt – Myndband

Norðmennirnir héldu vöku fyrir stjörnunum í nótt – Myndband
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Besta deildin í aðalhlutverki – Úrslitastund framundan í körfunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Forráðamenn Dortmund flugu til Englands til að funda með Bellingham

Forráðamenn Dortmund flugu til Englands til að funda með Bellingham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli