fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

„Við ætlum ekki að fara henda einhverjum undir rútuna hérna“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 19:30

Arnar Gunnlaugsson og Kári Árnason starfa saman hjá Víkingi Reykjavík / Mynd: Torg/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árna­son, yfir­maður knatt­spyrnu­mála hjá Víkingi Reykja­vík segir kæru­leysi hafa sett stórt strik í reikninginn hjá karla­lið fé­lagsins sem kom inn í síðasta Ís­lands­mót sem Ís­lands- og bikar­meistari en tókst „bara“ að verja bikar­meistara­titil sinn.

Kári og Arnar Gunn­laugs­son, þjálfari Víkinga voru gestir í Víkings Pod­castinu þar sem um­sjónar­maður þáttarins, Tómas Þór Þórðar­son fór yfir sviðið með þeim.

Víkingar enduðu í 3. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tíma­bili eftir að hafa unnið efstu deildina árið áður. Liðið hélt þó á­fram ein­okun sinni á bikar­meistara­titlinum  og átti virki­lega góðan sprett í Evrópu.

„Hefðirðu sagt við mig fyrir tíma­bilið að niður­staðan yrði 3. sæti í deild og bikar­meistara­titillinn, þá hefði ég ekki verið sáttur með það,“ sagði Arnar Gunn­laugs­son, þjálfari Víkinga í nýjasta þætti Víkings Pod­castsins. „Hefðirðu bætt við frá­bærum árangri í Evrópu­keppni, þá hefði ég mögu­lega gúdderað það.

Ef ég hefði hins vegar vitað fyrir fram, fyrir síðasta sumar, um öll þessi meiðsli sem við lentum. Þá er 3. sæti, bikar­meistara­titillinn og frá­bær árangur í Evrópu­keppni bara mjög gott. Eitt­hvað sem Víkingar ættu að vera stoltir af.“

Tómas Þór spurði þá Kára og Arnar hvort það væri eitt­hvað í tölunum sem væri hægt að benda á í ljósi þess hvað hafi farið úr­skeiðis hjá Víkingum?

„Við ætlum ekki að fara henda ein­hverjum undir rútuna hérna,“ svaraði Kári þá. „Við vitum ná­kvæm­lega hvað fór úr­skeiðis og hverjir voru ekki nægi­lega góðir. Það var náttúru­lega bara á­kveðið kæru­leysi sem kom upp í leikjum sem við áttum að vinna allan daginn. Við fáum til að mynda eitt stig í þremur leikjum gegn Stjörnunni. Þeir eru með gríðar­lega ó­reynt lið, spennandi lið á því tíma­bili, en hafa styrkt sig mjög mikið núna.

Þetta eru náttúru­lega leikir sem við ætluðumst til að vinna. Eins leikir á móti Leikni á úti­velli og ÍA, lið sem falla á endanum. Við töpuðum 3-0 á móti Skaganum. Þetta var bara kæru­leysi og í raun það sem á endanum fór með deildina hjá okkur þegar á öllu er á botninn hvolft, frekar en að ná í fleiri stig á móti Breiða­bliki.“

Arnar bætti þá við og sagði slæma byrjun liðsins á síðasta tíma­bili á endanum hafa haft mikið að segja. Þegar að hann horfir til baka segir hann mjög á­huga­verða hluti hafa átt sér stað í upp­hafi móts í apríl.

„Þegar að við mætum Breiða­bliki í leik um titilinn Meistarar meistaranna, viku áður en Ís­lands­mótið hefst, þá vorum við, með fullri virðingu fyrir þeim, með mikla yfir­burði í þeim leik. Það virkuðum langt á undan þeim í flestum þáttum fót­boltans.

Viku seinna erum við mættir í strögglið á móti FH, leik sem við vinnum þó 2-1 á ó­sann­færandi hátt, og Blikarnir fara á smá flug á móti Kefla­vík í leik sem þeir vinna 4-1 og Ísak Snær skorar tvö mörk í.“

Arnar segir fyndið að sjá hversu mikill við­snúningur getur orðið á einni viku.

„Það er ekkert sem tengist ein­hverjum há­þróuðum æfinga­á­ætlunum, það bara gerist eitt­hvað. Mögu­lega gerðist það hjá okkur að Pablo Punyed meiðist í leiknum um meistara meistaranna og er frá ein­hverja 4-5 leiki í röð. Sem er allt í lagi í venju­legu ár­ferði, að missa sterkan póst.

En ef þú bætir því ofan á að missa Kára og Sölva Geirs, Hall­dór Smári er meiddur líka, við seljum Atla Barkar og alls konar svona rugl, þá ertu komið með of mikið af hræringum.“

Spjall Tómasar Þórs við Arnar og Kára má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Slot staðfestir viðræður við Liverpool

Slot staðfestir viðræður við Liverpool
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun

Stórstjarnan plataði alla með nýrri mynd: Margir voru áhyggjufullir – Sjáðu svakalegan mun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“

Ten Hag hreinskilinn: ,,Hann á skilið fleiri mínútur“
433Sport
Í gær

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“

Guardiola: ,,Þurfum að skoða það í lok tímabils“
433Sport
Í gær

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta