fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Tjáir sig í fyrsta sinn um ástarsambandið sem fór í vaskinn eftir framhjáhald – „Traustið var farið“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. desember 2023 07:00

Gary Neville og Emma sem hann er gift í dag. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville hefur í fyrsta sinn tjáð sig um það þegar sambandi hans við Hannah Thornley lauk árið 2000, það hafði mikil áhrif á fótboltaferil hans.

Frammistaða Neville eftir að ástarsambandinu lauk var slök, hann taldi þetta var ástina í lífi sínu og ætlaði að giftast henni.

Hann kynntist Emma Hadfield nokkrum árum síðar og giftist henni árið 2007 og eru þau enn saman í dag.

„Ég hafði verið með henni í fimm eða sex ár, sambandið fór í vaskinn og ég fór í algjört þrot,“ segir Neville í The Daily Ketchup hlaðvarpinu.

„Við vorum trúlofuð og ég ætlaði að giftast henni. Ég hélt að við yrðum alltaf saman og svo bara tók þetta enda og það átti ekki að gerast.Ð

„Þegar ég horfi til baka er þetta það besta sem gerðist fyrir mig.“

Hannah hafði farið í ferðalag um Evrópu og þá fór allt í skrúfuna. „Hún fór í starfsnám í Frakklandi og Þýskalandi, það gekk allt vel á meðan hún var í Þýskalandi en svo fór hún til Frakklands í sex mánuði. Hún hitti þar aðila sem hún varð náin og kom heim og sleit sambandi okkar.“

„Við hittumst nokkrum sinnum eftir þetta og ræddum málin en traustið var farið. Þú ert að fá mig til að ræða hluti sem ég hef aldrei talað um áður,“ sagði Neville svo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Forráðamenn Dortmund flugu til Englands til að funda með Bellingham

Forráðamenn Dortmund flugu til Englands til að funda með Bellingham
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli

Dóttir hans lést aðeins 9 ára eftir erfið veikindi- Hugarfar hans vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Beckham og Neville kaupa vini sína út úr rekstrinum

Beckham og Neville kaupa vini sína út úr rekstrinum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu

Skuggalegar óeirðir í París í gærkvöldi – Keyrt yfir fólk og eldar loguðu
433Sport
Í gær

Úrræðagóður Torbjörn vekur heimsathygli – Skipti á fiski fyrir ómetanlega upplifun

Úrræðagóður Torbjörn vekur heimsathygli – Skipti á fiski fyrir ómetanlega upplifun
433Sport
Í gær

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“

Sjáðu eldræðu Wenger í gær – „Ég er mjög á móti svona“