Casemiro, miðjumaður Manchester United, á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu að sögn sérfræðingsins Richard Keys.
Keys hefur lengi starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi bæði fyrir Sky Sports og er í dag hjá BeIN Sports.
Þar vinnur Keys með vini sínum Andy Gray en þeir ræddu framtíð Casemiro sem gekk í raðir United frá Real Madrid í fyrra.
Eftir gott fyrsta tímabil hefur frammistaðan ekki verið eins góð í vetur og þá að hluta til vegna meiðsla.
,,Nei, það eru engar líkur á því. Ferill hans hjá Manchester United er búinn,“ sagði Keys í beinni útsendingu.
Casemiro er enn aðeins 31 árs gamall en hann gerði garðinn frægan með Real Madrid frá 2013 til 2022.
Keys er á því máli að Casemiro verði seldur á næsta ári og að Erik ten Hag, stjóri liðsins, hafi ekki áhuga á að nota hann fyrir komandi verkefni.