Njósnarar frá Barcelona hafa mætt á þrjá leiki Mason Greenwood á þessu tímabili samkvæmt bæði enskum og spænskum miðlum.
Greenwood er á mála hjá Getafe á Spáni en hann er í láni hjá félaginu frá Manchester United.
Útlit er fyrir að framherjinn eigi ekki framtíð fyrir sér í Manchester og gæti vel verið til sölu á næsta ári.
Greint er frá því að njósnarar Barcelona hafi fylgst með Greenwood í leikjum Getafe gegn Sevilla, Atletico Madrid og Valencia.
Þeir voru mjög hrifnir af frammistöðu leikmannsins en vilja aðallega komast að því hvort hann henti leikstíl spænska stórliðsins.