Albert Guðmundsson spilaði allan leikinn með Genoa í kvöld sem mætti Inter Milan í Serie A á Ítalíu.
Inter hefur verið besta lið deildarinanr á þessu tímabili og situr í toppsætinu með 45 stig og aðeins eitt tap.
Genoa hefur staðið sig með prýði eftir að hafa komist upp á síðustu leiktíð og fékk gott stig á heimavelli.
Marko Arnautovic skoraði mark Inter í leiknum en Radu Dragusin jafnaði metin fyrir Genoa.
Albert lagði upp markið á Dragusin í fyrri hálfleiknum og fékk svo gult spjald á 67. mínútu.