Miðvörðurinn Goncalo Inacio er orðaður við Liverpool í portúgölskum fjölmiðlum.
Inacio er á mála hjá Sporting í heimalandinu og hefur vakið athygli þar fyrir frammistöðu sína.
Hann gæti reynst langtímalausn í hjarta varnarinnar hjá Liverpool en hann er aðeins 22 ára gamall.
Inacio hefur verið orðaður við fleiri stórlið og má þar nefna Manchester United.
Erik ten Hag hafði mikinn áhuga á leikmanninum í sumar en ekki er víst að United hafi efni á honum nú.
Inacio er með 52 milljóna punda klásúlu í samningi sínum hjá Sporting.