Í síðustu viku var ár síðan Argentína fagnaði heimsmeistaratitlinum í Katar og var því fagnað með stæl í höfuðborginni Buenos Aires.
Það muna flestir eftir því þegar Argentína vann Frakkland eftir vítaspyrnukeppni í þvílíkt dramatískum úrslitaleik í Katar.
Þar með náði Lionel Messi loks að gera það sem Diego Maradona gerði með argentíska landsliðinu.
Þessu var fagnað með því að opinbera risastóra veggmynd af Messi í höfðuborginni.
Kemur þetta einkar vel út og myndir af þessu eru hér að neðan.