Eins óvænt og það gæti hljómað þá er möguleiki á að hinn franski Aurelion Tchouameni spili í miðverði fyrir Real Madrid í framtíðinni og festi sig í sessi þar.
Þetta segir Carlo Ancelotti, stjóri Real, en Tchouameni hefur gert garðinn frægan sem miðjumaður á sínum ferli.
Ancelotti er þó sannfærður um að Tchouameni eigi framtíðina fyrir sér sem miðvörður og gæti orðið einn sá allra besti í heimi í þeirri stöðu.
,,Tchouameni verður reiður þegar hann heyrir þetta en hann er stórkostlegur miðvörður,“ sagði Ancelotti.
,,Hann er heppinn að geta spilað miðvörð og á miðjunni. Hann er með alla eiginleika til að verða einn besti miðvörður heims.“