fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Loksins að ná sér almennilega á strik eftir mjög erfið ár hjá öðrum stórliðum

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. desember 2023 16:23

Aubameyang.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pierre Emerick Aubameyang er loksins byrjaður að minna á sig eftir nokkur erfið tímabil á sínum ferli.

Aubameyang var lengi leikmaður Dortmund og Arsenal en ferill hans hefur í raun ekki náð flugi síðan 2020.

Í dag er Aubameyang 34 ára gamall en hann gerði samning við Marseille í Frakklandi fyrr á þessu ári.

Fyrir það lék leikmaðurinn með Chelsea en skoraði aðeins þrjú mörk í 21 leik en hann kom þaðan frá Barcelona þar sem frammistaðan var í besta falli ágæt.

Aubameyang skoraði aðallega mörk í leikjum sem Barcelona vann sannfærandi og þótti ekki standa sig í leikjum sem skiptu máli.

Í dag er Aubameyang að minna á sig í Frakklandi en hann hefur skorað 12 mörk í 21 leik á tímabilinu fyrir Marseille.

Frammistaða hans í Evrópu hefur helst vakið athygli en hann er þar með sjö mörk í sex leikjum en þó aðeins fimm í deild.

Aubameyang er þó talinn hafa spilað glimrandi vel á leiktíðinni og eftir nokkur erfið ár er hann að finna taktinn á ný.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfesta hver dæmir úrslitaleik United og Tottenham

Staðfesta hver dæmir úrslitaleik United og Tottenham
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bonnie Blue braut af sér um helgina

Bonnie Blue braut af sér um helgina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum

Segir Trent hafa gert ráð fyrir harkalegum viðbrögðum
433Sport
Í gær

Allt klappað og klárt – Ancelotti að taka við

Allt klappað og klárt – Ancelotti að taka við
433Sport
Í gær

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann

Skiptar skoðanir á því hvort Greenwood eigi afturkvæmt en tvö félög kanna möguleikann á að fá hann