Það er ekki ólíklegt að breytingar verði gerðar á leikmannahópi Manchester United í janúar. The Guardian fjallar um það sem gæti gerst í glugganum.
United hefur ekki byrjað tímabilið nógu vel en þó aðeins tekið við sér og er nú aðeins sex stigum frá toppnum.
Það er talið að stjórinn Erik ten Hag vilji bæta við sig fjórum leikmönnum í sumar.
Vill hann til að mynda fá framliggjandi og varnarsinnaðan miðjumann og þar með leysa af þá Mason Mount og Sofyan Amrabat sem komu til félagsins í sumar. Þeir hafa alls ekki heillað Ten Hag eða aðra.
Þá kemur fram í grein The Guardian að Ten Hag vilji einnig fá framherja og miðvörð sem spilar hægra megin í hjarta varnarinnar.
Ekki er tekið fram nákvæmlega hvaða leikmönnum United er á eftir en menn á borð við Timo Werner, Jean-Clair Todibo, Antonio Silva og Youssouf Fofana hafa verið nefndir til sögunnar.