Það er ekki öruggt að Carlo Ancelotti yfirgefi Real Madrid næsta sumar eins og búist var við.
Frá þessu greinir Relevo á Spáni en Ancelotti hefur gert flotta hluti með félagið en er á óskalista brasilíska knattspyrnusambandsins.
Samningur Ancelotti við Real rennur út í sumar og er talið mjög líklegt að hann taki við Brasilíu 2024.
Relevo segir hins vegar að Real sé að undirbúa nýtt samningstilboð fyrir Ítalann sem myndi halda honum hjá félaginu til 2026.
Ancelotti hefur gefið í skyn að hann sé á förum frá Real eftir leiktíðina og jafnvel að hann muni hætta þjálfun fyrir fullt og allt.