Það er óljóst hvort Andre Onana, markmaður Manchester United, verði klár í næsta deildarleik liðsins.
Onana er landsliðsmarkvörður Kamerún og hefur staðið á milli stanganna í Manchester í allan vetur.
Onana kom til Man Utd frá Inter Milan í sumar og eftir nokkuð erfiða byrjun hefur frammistaðan batnað undanfarið.
Markmaðurinn meiddist í leik Kamerún gegn Mauritius á föstudag en hann entist í aðeins tíu mínútur.
Möguleiki er að meiðsli Onana séu nokkuð alvarleg en nánari fregnir munu berast á næstunni.