Það er draumur Luis Diaz að spila fyrir spænska stórliðið Barcelona en þetta staðfestir faðir hans, Luis Manuel Diaz.
Diaz hefur staðið sig með prýði fyrir lið Liverpool en hann kom til félagsins frá Porto í janúar 2022.
Um er að ræða kólumbískan landsliðsmann sem fær reglulega að spila á Anfield og er vinsæll á meðal stuðningsmanna.
Það er draumur margra leikmanna að spila fyrir Barcelona sem hefur lengi verið eitt stærsta ef ekki stærsta félag heims.
,,Sannleikurinn er að ég veit mjög lítið um Barcelona í dag. Það er rétt að Luis er harður stuðningsmaður liðsins og það er hans draumur að spila þar einn daginn,“ sagði Diaz eldri.
,,Það eina sem ég vil bæta við er að ég er þakklátur Porto og Liverpool fyrir að bjóða son minn velkominn til félagsins.“